Sleit trúlofuninni óvænt

Tónlistarkonan Avril Lavigne er nú á lausu.
Tónlistarkonan Avril Lavigne er nú á lausu. AFP

Tónlistarkonan Avril Lavigne hefur slitið trúlofun sinni við tónlistarmanninn Mod Sun eftir rúmlega tveggja ára samband. 

Sun fór á skeljarnar í borg ástarinnar, París í Frakklandi, sunnudaginn 27. mars 2022. Fyrrverandi parið hafði þá verið saman í rúmlega ár. 

Sambandsslitin hafi komið á óvart

Fulltrúar Sun staðfestu fregnirnar við Page Six og sögðu sambandsslitin hafa komið honum verulega á óvart. „Þau voru saman og trúlofuð fyrir þremur dögum síðan þegar hann fór í tónleikaferð, svo ef eitthvað hefur breyst þá eru það nýjar fréttir fyrir hann,“ sögðu þeir. 

Fyrrverandi parið er þó sagt hafa glímt við vandamál í sambandi sínu síðustu mánuði, sem hafi leitt til sambandsslitanna. 

Lavigne var áður gift Deryck Whibley, en stuttu eftir skilnaðinn byrjaði hún með Brody Jenner. Eftir að leiðir þeirra Jenner skildu giftist hún söngvaranum Chad Kroeger. Eftir að þau skildu var hún í sambandi með milljarðamæringnum Phillip Sarofim, en þau hættu saman árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler