Áttu slæma daga „á bak við luktar dyr“

Tommy Fury og Molly Mae-Hauge.
Tommy Fury og Molly Mae-Hauge. Skjáskot/Instagram.

Hnefaleikakappinn og raunveruleikastjarnan, Tommy Fury, ætlar að setja fjölskylduna í fyrsta sæti eftir að hafa unnið hnefaleikaviðureign sína við Bandaríkjamanninn Jake Paul á dögunum í Sádi-Arabíu. 

„Nú er kominn tími á að eyða mjög svo þörfum tíma með fjölskyldunni minni. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvaða tækifæri ég mun fá í næstu viku, en þangað til ætla ég að taka því rólega,“ sagði hnefaleikakappinn á Instagram. 

Fury tók á móti sínu fyrsta barni með kærustu sinni, Molly-Mae Hague, í lok janúar. Það hefur því verið nóg um að vera hjá parinu sem hefur síðastliðin mánuð verið að feta sín fyrstu spor í foreldrahlutverkinu samhliða undirbúningi Fury fyrir bardagann. 

„Ekki bein eða auðveld leið“

Hague deildi einlægri færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún lofsamaði Fury og opnaði sig um leið og sagði þau Fury hafa átt slæma daga í aðdraganda keppninnar. 

„Pabbi er kominn heim. Frá því að fyrst var minnst á þennan bardaga fyrir tveimur og hálfi ári síðan hef ég stutt þennan dreng. Þetta var ekki bein eða auðveld leið, við áttum í alvörunni ekki góða daga á bak við luktar dyr ... en sunnudagskvöldið gerði þetta allt þess virði,“ skrifaði hún. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist vel hvað skiptir þig máli og hvað þú vilt. Mundu að það er ekki nóg að reyna, það þarf að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist vel hvað skiptir þig máli og hvað þú vilt. Mundu að það er ekki nóg að reyna, það þarf að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden