Er Madonna gengin út?

Madonna og Josh Popper eftir hnefaleikaviðureign í febrúar.
Madonna og Josh Popper eftir hnefaleikaviðureign í febrúar. Skjáskot/Instagram

Það er nóg um að vera hjá tónlistarkonunni Madonnu um þessar mundir, en hún er sögð vera gengin út. Sá heppni heitir Josh Popper og er 29 ára gamall, en alls eru 35 ár á milli parsins. 

Popper er hnefaleikaþjálfari, en samkvæmt heimildum Daily Mail hefur hann verið að þjálfa eitt af börnum Madonnu í Bredswinner-líkamsræktarstöðinni í New York-borg. Fyrr í mánuðinum deildi hann myndaröð frá hnefaleikaviðureign sinni, en Madonna er á tveimur af þremur myndum.

Madonna var áður með fyrirsætunni Andrew Darnell, sem er 23 ára gamall og því 41 ár á milli þeirra. Fyrir það var tónlistarkonan sögð vera með dansaranum Ahlamalik Williams, sem er 36 árum yngri en hún. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Næstu vikur munu gjafir og greiðar koma streymandi til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Næstu vikur munu gjafir og greiðar koma streymandi til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir