Rekin úr Frogmore Cottage

Harry og Meghan fengu Frogmore Cottage að gjöf frá drottningunni …
Harry og Meghan fengu Frogmore Cottage að gjöf frá drottningunni og gerðu það upp. Nú eiga þau að rýma húsið fyrir Andrés prins. AFP

Harry og Meghan er gert að rýma húsið sitt í Bretlandi, Frogmore Cottage. Húsið var gjöf til þeirra frá Elísabetu II drottningu og hafa þau alltaf dvalið þar þegar þau heimsækja landið.

Nú stýrir Karl III kóngur öllum fasteignum krúnunnar og er honum mikið í mun að hagræða. Þá vill hann líka útkljá öll mál varðandi Harry og Meghan og Andrés prins áður en hann verður krýndur kóngur í maí.

Talið að Vilhjálmur fari í Royal Lodge

„Við getum staðfest það að hertoginn og hertogynjan af Sussex hafa verið beðin um að rýma Frogmore Cottage,“ segir talsmaður hjónanna en samkvæmt heimildum The Sun á beiðnin að hafa komið sólarhring eftir útgáfu bókar Harry, Spare.

Karl mun bjóða Andrési prins að flytja þangað en Andrés býr í Royal Lodge sem talið er allt of stórt og dýrt fyrir hann. Frogmore Cottage hefur að geyma tíu herbergi en Royal Lodge er hins vegar 30 herbergja höll í Windsor.

Talið er að Vilhjálmur prins hafi augastað á Royal Lodge en Vilhjálmur og Katrín búa í fjögurra svefnherbergja húsi í Windsor.

Skiptar skoðanir eru innan konungsfjölskyldunnar um þessi skref. Vilhjálmur prins styður ákvarðanir konungsins sem og Kamilla drottning. Hins vegar eru Harry og Meghan sem og Andrés prins síður en svo sátt.

Ættu að fá endurgreitt

Harry og Meghan lögðu á sínum tíma mikla vinnu í að gera upp Frogmore Cottage. Fyrst voru endurbæturnar fjármagnaðar með skattpeningum en eftir að þau sögðu sig frá konunglegum skyldum þá endurgreiddu þau þessar 2,4 milljónir punda. Þá borguðu þau einnig fyrirframgreidda leigu fyrir afnot af húsinu í framtíðinni. Ekki væri óeðlilegt að þau færu fram á að fá þessar upphæðir til baka.

Hefur ekki efni á að búa í Royal Lodge

Síðustu tuttugu ár hefur Andrés prins búið í Royal Lodge ásamt fyrirverandi eiginkonu sinni Söruh Ferguson en ekki er vitað hvort hún flytji með honum í Frogmore Cottage.

Andrés prins vill síður flytja í Frogmore Cottage sem er talsvert minna hús en Royal Lodge. Royal Lodge er hins vegar mjög dýrt í rekstri og þar sem hann er ekki starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar þá er varla hægt að réttlæta að hann búi þar. Sjálfur hefur hann ekki efni á að borga fyrir rekstrarkostnað hússins en árlegar tekjur hans munu minnka frá og með næsta mánuði.

Karl kóngur hefur lokað skrifstofu Andrésar í Buckinghamhöll en Karl fjármagnar öryggisgæslu fyrir Andrés prins. Dætur Andrésar eru sagðar hafa hitt Karl tvisvar á síðasta ári til þess að fá hann til þess að reyna að finna eitthvað hlutverk fyrir föður sinn.

„Nú er búið að draga mjög skýra línu á milli þeirra sem starfa fyrir krúnuna og þeirra sem gera það ekki,“ segir heimildarmaður innan hallarinnar.

Hjónin áttu nokkrar góðar stundir í Frogmore Cottage.
Hjónin áttu nokkrar góðar stundir í Frogmore Cottage. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson