Love Island-stjarna handtekin

Love Island-stjarnan Kaz Crossley var handtekin í Abú Dabí í …
Love Island-stjarnan Kaz Crossley var handtekin í Abú Dabí í síðasta mánuði. Skjáskot/Instagram

Breska Love Island-stjarnan Kaz Crossley var handtekin og fangelsuð þegar hún millilenti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í síðasta mánuði, en hún var á leiðinni til Tælands. 

Ástæða handtökunnar voru myndskeið sem sýndu Crossley neyta eiturlyfja í Dúbaí þremur árum áður, sem eru brot á ströngum lögum þar í landi. Fyrrverandi kærasti Crossley er sagður hafa lekið myndskeiðunum í fjölmiðla ári síðar.

Var í haldi í fimm daga

Í vikunni opnaði Crossley sig í fyrsta skipti um atvikið á Instagram, en hún segist hafa verið á leiðinni til Tælands þar sem henni hafi boðist spennandi atvinnutækifæri. 

„Ég var síðan í haldi í Abú Dabí frá mánudegi til föstudags,“ segir Crossley í myndskeiðinu og bætir við að hún taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. „Ég laug ekki og sagði að þetta væri ég í myndskeiðinu og ég útskýrði stöðuna. Það er langt síðan þetta var.“

„Ég hef gert mistök“

Crossley segir fyrrverandi kærasta sinn hafa tekið myndskeiðið upp á sínum tíma án hennar vitundar. Þá segir hún kærastann hafa ætlað að eyðileggja feril hennar með því að leka myndskeiðinu í fjölmiðla.

„Ég hef gert mistök, ég hef gert mikið af mistökum. En ég mun ekki leyfa fortíð minni að skilgreina hver ég er núna, því ég virkilega elska sjálfa mig og manneskjuna sem ég er að verða,“ segir hún.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden