Game of Thrones-stjarna gekk í það heilaga

Breska leikkonan Natalie Dormer giftist ástinni við fallega en lágstemmda …
Breska leikkonan Natalie Dormer giftist ástinni við fallega en lágstemmda athöfn. Ljósmynd/imdb.com

Game of Thrones-stjarnan Natalie Dormer gekk í það heilaga með eiginmanni sínum, David Oakes, við leynilega og rómantíska athöfn. Hjónin eiga saman eina dóttur sem kom í heiminn í janúar 2021. 

Dormer er líklega hve þekktust fyrir hlutverk sitt sem Margaery Tyrell í sjónvarpsþáttaröðum Game of Thrones, en hún hefur einnig leikið í stórmyndum á borð við Hunger Games og Captain America. 

Brúðkaupið fallegt en lágstemmt

Fram kemur á vef Daily Mail að brúðkaup Dormer og Oakes hafi verið fallegt en lágstemmt. Að athöfn lokinni nutu hjónin kvöldsins með sínum nánustu og drukku espresso martini-kokteila. 

Dormer og Oakes byrjuðu saman árið 2019 eftir að hafa leikið saman í leikritinu Venus in Fur tveimur árum áður. Domer var áður trúlofuð leikstjóranum Antony Byrne, en þau skildu árið 2018 eftir að hafa verið saman í 11 ár.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden