„Næstum allar“ fyrrverandi kærusturnar hafi haldið framhjá

Cole Sprouse talar opinskátt um ástarlíf sitt í væntanlegum hlaðvarpsþætti …
Cole Sprouse talar opinskátt um ástarlíf sitt í væntanlegum hlaðvarpsþætti Call Her Daddy. AFP

Leikarinn Cole Sprouse talar opinskátt um ástarlíf sitt í væntanlegum hlaðvarpsþætti Call Her Daddy. Þar greinir hann meðal annars frá því að „næstum allar“ fyrrverandi kærustur hans hafi haldið framhjá honum. 

Í þættinum talar Sprouse meðal annars um fyrrverandi kærustu sína, leikkonuna Lili Reinhart, og segir samband þeirra hafa valdið miklum skaða fyrir þau bæði. 

Fyrrverandi leikaraparið Lili Reinhart og Cole Sprouse.
Fyrrverandi leikaraparið Lili Reinhart og Cole Sprouse. Samsett mynd

„Þetta var mjög erfitt“

Sprouse og Reinhart kynntust við upptökur á hinum geysivinsælu þáttum, Riverdale, sem þau fóru bæði með stórt hlutverk í. Eftir tæplega þriggja ára samband ákváðu þau að fara hvort í sína áttina í maí 2020. 

„Þetta var mjög erfitt. Ég veit að við höfum valdið hvort öðru töluverðum skaða,“ segir hann í viðtalinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir