Ástfangin á ný eftir meint ofbeldissamband

Tónlistarkonan FKA Twigs hefur nú fundið ástina á ný.
Tónlistarkonan FKA Twigs hefur nú fundið ástina á ný. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan FKA Twigs hefur fundið ástina á ný. Í desember árið 2020 steig Twigs fram og kærði fyrrverandi kærasta sinn, leikarann Shia LaBeouf, fyrir kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 

Twigs frumsýndi nýju ástina á Instagram-reikningi sínum og skaut í leiðinni föstum skotum á fjölmiðla sem höfðu keppst við að greina frá nýja kærastanum.

„Allan minn feril hef ég verið elt á röndum fyrir upplýsingar úr ástarlífi mínu, svo í þetta sinn ætla ég að vera á undan og taka stjórn á ástandinu,“ skrifaði hún við færsluna. „Hann heitir Jordan Hemingway og er guðdómlegur listamaður, en hjarta hans hefur endurheimt trú mína á ástina.“

View this post on Instagram

A post shared by FKA twigs (@fkatwigs)

Með áfallastreituröskun eftir sambandið

Twigs og LaBeouf voru saman á árunum 2018 og 2019, en hún segist hafa verið greind með áfallastreituröskun eftir sambandið. Hún hefur kært hann fyrir kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi.

„Shia LaBeouf meiðir konur. Hann notar þær, hann misnotar þær, bæði líkamlega og andlega. Hann er hættulegur,“ segir í kærunni sem Variety hefur undir höndum. 

LeBouf neitaði ásökunum Twigs en bað hana afsökunar yfir því að hafa sært hana og upplýsti að hann hefði lokið áfengismeðferð og væri nú edrú. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant