Dregillinn ekki rauður í ár

Næstkomandi sunnudagskvöld verður Óskarsverðlaunahátíðin haldin í nítugasta og fimmta skiptið.
Næstkomandi sunnudagskvöld verður Óskarsverðlaunahátíðin haldin í nítugasta og fimmta skiptið. AFP

Sú er hefðin um Óskarsverðlaunahátíðina að stórstjörnur gangi yfir stóran dregil áður en þær tilla sér í salnum. Frá árinu 1961 hefur dregillinn verið rauður en í ár verður hann kampavínslitaður. Frá þessu greinir fréttaveitan AP.

Hugmyndin um nýja litinn kom frá Lisu Love, listrænum ráðgjafa, og Raúl Àvila, listrænum stjórnanda Met Gala-hátíðarinnar. Lisa Love segir að breytingin hafi verið gerð vegna þess að þau fengu frelsið til þess. 

„Einhver finnur alltaf leið til að finna eitthvað rangt við eitthvað,“ sagði Love. „Þetta þýðir ekkert að þetta verði alltaf kampavínslitað teppi.“

Jimmy Kimmel, sem verður kynnir á óskarnum var staddur fyrir utan Dolby Leikhúsið í Hollywood þegar dregillinn var dreginn með hátíðlegri athöfn.

„Ég held að ákvörðunin um að fara með kampavínsteppi í staðin fyrir rauða teppið sýni hversu fullviss við erum um að engu blóði verði úthellt,“ sagði Kimmel á athöfninni og vitnar hér í atvik sem átti sér stað á seinustu Óskarsverðlaunahátið, þegar leikarinn Will Smith sló grínistann Chris Rock utan undir í beinni útsendingu og olli miklu usli í stjörnuheiminum.

Tjald verður yfir dreglinum, bæði til þess að vernda stjörnurnar frá veðráttum en aðallega til þess að það líti út fyrir að athöfnin eigi sér stað seinna um kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant