Rapparinn hneig niður á sviðinu og lést

Myndbönd sýna rapparann með hljóðnemann í hendi þegar hann virðist …
Myndbönd sýna rapparann með hljóðnemann í hendi þegar hann virðist hrasa. London Poetry Slam

Suður-afríski rapparinn Costa Tsobanoglou, betur þekktur sem Costa Titch, lést skyndilega á tónleikum í gær er hann hneig niður á sviðinu. Lögreglan hefur hafið rannsókn vegna málsins.

Costa Titch, sem var aðeins 28 ára gamall, var að koma fram á tónlistarhátíðinni Ultra South Africa í úthverfinu Nasrec í Jóhannesarborg. Ekki er vitað um dánarorsök hans.

Hélt áfram að syngja

Myndbönd á samfélagsmiðlum af tónleikum hans í gær sýna rapparann með hljóðnemann í hendi þegar hann virðist hrasa. Hann heldur síðan áfram að syngja en hrynur aftur niður og reyna þá aðrir listamenn hátíðarinnar að koma honum til hjálpar.

Rapparinn lést mánuði eftir að einn vinsælasti rappari Suður-Afríku, Kiernan Forbes, eða AKA, var skotinn til bana fyrir utan veitingastað í borginni Durban. Rannsókn á því máli stendur enn yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant