Óskarshafar heimtuðu að gera íslenskt myndband

Daniel Scheinert og Daniel Kwan, leikstjórar myndarinnar Everything Everywhere All …
Daniel Scheinert og Daniel Kwan, leikstjórar myndarinnar Everything Everywhere All at Once, gerðu myndband fyrir FM Belfast. AFP

Liðsmenn hljómsveitarinnar FM Belfast greina frá því á Facebook-síðu sinni að 19. október 2009 hafi þeim borist tölvupóstur frá manni sem haft hafi áhuga á að gera fyrir sveitina tónlistarmyndband ásamt félaga sínum. Kváðust þeir Belfast-menn þess albúnir, hins vegar væri þeim fjár vant.

Um það hafi þeir myndbandsgerðarmenn kært sig kollótta, hefðu þeir sagst framleiða myndbandið að kostnaðarlausu, það yrði þeirra fyrsta verkefni eftir útskrift þeirra úr kvikmyndaskóla. Hafi þeir gengið stíft eftir myndbandsgerðinni og sveitin að lokum fallist á.

FM Belfast á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2016.
FM Belfast á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2016. Ljósmynd/Freyja Gylfa

„Í gærkvöldi unnu þessir tveir sjö Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Everything Everywhere All at Once,“ segir svo í Facebook-færslu FM Belfast sem þar með ljóstrar því upp að fyrsta verkefni Óskarverðlaunahafanna nýbökuðu, Daniel Scheinert og Daniel Kwan, hafi verið tónlistarmyndband fyrir íslenska hljómsveit.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vera að eyða miklum peningum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strikið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fokdýrt. Hægðu á þér í skemmtanalífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vera að eyða miklum peningum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strikið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fokdýrt. Hægðu á þér í skemmtanalífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin