Saman á rauða dreglinum eftir framhjáhaldsskandal

Hjónin Adam Levine og Behati Prinsloo á rauða dregli Óskarsverðlaunanna …
Hjónin Adam Levine og Behati Prinsloo á rauða dregli Óskarsverðlaunanna aðfaranótt mánudags. AFP

Söngvarinn Adam Levine og eiginkona hans, fyrrverandi Victoria's Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo, voru alsæl á rauða dreglinum á Óskarsverðlaununum. Hjónin hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðustu mánuði, þá sérstaklega vegna meints framhjáhalds Levine. 

Í september síðastliðnum steig fyrirsætan Summer Stroh fram og sagði frá því að hafa átt í áralöngu ástarsambandi við kvæntan mann, Levine. Í kjölfarið stigu fram fjórar konur til viðbótar.

Levine neitaði öllum ásökunum en viðurkenndi þó dómgreindarleysi. Síðan þá virðast hjónin hafa unnið í sínum málum, en þau geisluðu á rauða dregli Óskarsverðlaunanna aðfaranótt mánudags. 

Hjónin voru í stíl á verðlaunahátíðinni og virtust alsæl.
Hjónin voru í stíl á verðlaunahátíðinni og virtust alsæl. AMY SUSSMAN

Ófrísk þegar komst upp um framhjáhaldið

Levine og Prinsloo kynntust árið 2012 og giftu sig árið 2014. Prinsloo var ófrísk af þriðja barni hjónanna þegar ásakanirnar birtust í fjölmiðlum, en barnið kom í heiminn í ársbyrjun 2023. Fyrir eiga þau tvær dætur, þær Dusty Rosa og Gio Grace. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin