Björn Hlynur með hlutverk í nýrri seríu

Björn Hlynur Haraldsson og Ewan McGregor fara með hlutverk í …
Björn Hlynur Haraldsson og Ewan McGregor fara með hlutverk í nýrri seríu Samsett mynd

Björn Hlynur Haraldsson mun fara með hlutverk í bresku dramaseríunni, A Gentleman in Moscow, sem er byggð á metsölubók eftir Amor Towles. 

Með aðalhlutverkið fer skoski leikarinn, Ewan McGregor en ásamt því að fara með hlutverk rússneska aðalmannsins, Alexander Rostov er hann einnig aðalframleiðandi þáttanna. 

Kona McGregor, leikkonan Mary Elizabeth Winstead, sem hann giftist árið 2022 eftir nokkuð brösulega byrjun fer einnig með stórt hlutverk í seríunni. Hún mun fara með hlutverk Önnu Urbanova en hún er ástkona aðalmannsins og fræg leikkona. 

A Gentleman in Moscow segir í stuttu máli frá rússneskum aðalsmanni sem situr í stofufangelsi á lúxushóteli í meira en þrjátíu ár í kjölfar rússnesku byltingarinnar. 

Tökur hefjast síðar á þessu ári og greinilegt að hann verður í góðum félagsskap. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin