Flutningurinn „breytti bókstaflega lífinu“

Skjáskot úr myndskeiðinu.
Skjáskot úr myndskeiðinu.

Einn fjögurra keppenda í úrslitakeppni bresku þáttana The Piano er hin 13 ára Lucy. 

Myndband þar sem Lucy leikur Nocturne eftir Chopin á Leeds-lestarstöðinni hefur gengið eins og stormsveipur um netheima, en Lucy er blind og einhverf. 

Horft hefur verið á myndskeiðið oftar en fimm milljón sinnum.

Lærði með hjálp góðgerðarsamtaka

Lucy lærði píanóleik í gegnum góðgerðarsamtökin the Amber Trust, sem veita blindum og sjónskertum börnum tónlistarkennslu. 

Algengt er að píanó séu á fjölförnum lestarstöðvum í Bretlandi, sem almenningi er velkomið að leika á, og voru allir keppendur þáttanna uppgötvaðir eftir að hafa leikið á eitt slíkt.

Tónlistarmaðurinn Mika, einn dómari keppninnar, var sérstaklega heillaður af leik Lucy á lestarstöðinni. Hann sagði mátt tónlistarinnar töfrum líkastan og kvaðst hafa orðið kjaftstopp við að horfa á flutninginn.

Móðir Lucy segir upplifunina hafa verið ógleymanlega fyrir bæði Lucy og fjölskylduna:

„Þetta breytti bókstaflega lífinu. Svona atburðir koma yfirleitt ekki fyrir okkur á lífsleiðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant