Flutningurinn „breytti bókstaflega lífinu“

Skjáskot úr myndskeiðinu.
Skjáskot úr myndskeiðinu.

Einn fjögurra keppenda í úrslitakeppni bresku þáttana The Piano er hin 13 ára Lucy. 

Myndband þar sem Lucy leikur Nocturne eftir Chopin á Leeds-lestarstöðinni hefur gengið eins og stormsveipur um netheima, en Lucy er blind og einhverf. 

Horft hefur verið á myndskeiðið oftar en fimm milljón sinnum.

Lærði með hjálp góðgerðarsamtaka

Lucy lærði píanóleik í gegnum góðgerðarsamtökin the Amber Trust, sem veita blindum og sjónskertum börnum tónlistarkennslu. 

Algengt er að píanó séu á fjölförnum lestarstöðvum í Bretlandi, sem almenningi er velkomið að leika á, og voru allir keppendur þáttanna uppgötvaðir eftir að hafa leikið á eitt slíkt.

Tónlistarmaðurinn Mika, einn dómari keppninnar, var sérstaklega heillaður af leik Lucy á lestarstöðinni. Hann sagði mátt tónlistarinnar töfrum líkastan og kvaðst hafa orðið kjaftstopp við að horfa á flutninginn.

Móðir Lucy segir upplifunina hafa verið ógleymanlega fyrir bæði Lucy og fjölskylduna:

„Þetta breytti bókstaflega lífinu. Svona atburðir koma yfirleitt ekki fyrir okkur á lífsleiðinni.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin