Stígur til hliðar í máli Alec Baldwin

Áfangasigur fyrir Alec Baldwin.
Áfangasigur fyrir Alec Baldwin. AFP/John Lamparski

Andrea Reeb, sérstakur saksónari í máli leikarans Alec Baldwin hefur ákveðið að stíga til hliðar í málinu. Lögmenn Baldwin fóru fram á að hún myndi stíga til hliðar þar er þeir töldu skipun hennar í embættið brjóta gegn stjórnarskrá Nýju-Mexíkó, þar sem hún sæti einnig á löggjafarþingi ríkisins.

Þetta er annað höggið sem lögmenn leikarans ná á saksóknara ríkisins sem ákært hefur Baldwin fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát Halynu Hutchins, tökumanns við kvikmyndina Rust. New York Times greinir frá.

Hutchins lést af völdum skotsára við tökur á myndini á síðasta ári. 

Reeb var skipuð sem sérstakur saksóknari í málinu á síðasta ári af saksóknaranum Mary Carmack-Altwise. Fór saksóknari einnig fram á auka fjárframlög til málshöfðunarinnar. Á þeim tíma var Reeb í í framboði fyrir Repúblikana til sætis í fulltrúadeild Nýju-Mexíkó. Mánuðum seinna vann hún kosningarnar og tók sæti á þingi. Hélt hún starfi sínu sem sérstakur saksóknari í málinu. 

Reeb sagðist hafa komist að niðurstöðu um að stíga til hliðar eftir langar vangaveltur. „Mín áhersla í hverju einasta máli á mínum 25 ára ferli, er að ná fram réttlæti fyrir fórnarlömb. Það hefur orðið skýrt undanfarið að besta leiðin að tryggja réttlæti í þessu máli er að stíga til hliðar svo ákæruvaldið geti einbeitt sér að sönnunargögnum og staðreyndum málsins, sem sýna greinilega að öryggisráðstafanir voru hunsaðar sem leiddu að dauða Halynu Hutchins,“ sagði Reeb í tilkynningu sinni. 

Í febrúar náðu lögmenn Baldwins að fá hluta ákærunnar, er sneri að vopnalögum, fellda niður. Ef Baldw­in hefði verið sak­felld­ur fyr­ir að hand­leika skot­vopnið hefði hann átt yfir höfði sér lengri fang­els­is­dóm.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin