Ragnar Þór gefur út lag með nýrri hljómsveit

Ragnar Þór Ingólfsson er trommuleikari hljómsveitarinnar Fjöll.
Ragnar Þór Ingólfsson er trommuleikari hljómsveitarinnar Fjöll. Samsett mynd

Ragnar Þór Ingólfsson, sem í gær var endurkjörinn formaður VR, gaf í gær, ásamt hljómsveit sinni Fjöll, út sitt fyrsta lag í áratugi. Ragnar er trommari sveitarinnar en hann hefur geymt kjuðana uppi í hillu frá því á síðustu öld. 

Þetta er fyrsta lagið sem Fjöll gefur út, en það ber nafnið Festar og er lagið ljúfsár og seigfljótandi óðir til horfinna tíma og rofinna tengsla. 

Þótt Fjöll séu ný hljómsveit byggir hún á gömlum grunni, því þrír meðlimir sveitarinnar, Guðmundur Annas Árnason söngvari, Snorri Gunnarsson gítarleikari og Kristinn Jón Arnarson bassaleikari hófu samstarf í hljómsveitinni Soma sem gerði garðinn frægan fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þeir hafa síðan unnið saman í hinum ýmsu hljómsveitum gegnum tíðina og er Fjöll nýjasta afsprengi þess samstarfs.

Ragnar var í hljóðsveitunum Guði gleymdir og Los á tíunda áratug síðustu aldar en hefur nú ruðst fram á tónlistarvöllinn að nýju. 

Festar var tekið upp í Hljóðrita og sá Kristinn Sturluson um upptöku og mix. Þá fengu Fjöll Jón Ólafsson til að sjá um píanóleik í laginu.

Lagið er að finna á öllum helstu streymisveitum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin