Fagnar degi heilags Patreks sem heiðursofursti

Katrín þótti glæsileg í grænni kápu frá Catherine Walker.
Katrín þótti glæsileg í grænni kápu frá Catherine Walker. AFP

Það gustaði af Katrínu prinsessu af Wales þegar hún mætti til þess að fagna degi heilags Patreks með írskra varðliðinu í London. Dagurinn markaði líka tímamót í ferli hennar en þetta er í fyrsta sinn sem hún fagnar deginum sem heiðursofursti írska varðliðsins.

Katrín hélt ræðu fyrir hermennina og sagðist vera þeim til halds og trausts. 

„Ég gæti ekki verið stoltari af því að standa hér frammi fyrir ykkur í dag. Það er sannkallaður heiður að vera ykkar ofursti. Ég er hér til þess að hlusta á ykkur, styðja ykkur og hvetja ykkur áfram. Þetta er ábyrgð sem ég tek ekki af léttúð,“ sagði Katrín en hún tók við stöðu heiðursofursta af Vilhjálmi prins þegar hann varð heiðursofursti velsku herdeildarinnar.

Hjónin, Vilhjálmur og Katrín, slógu á létta strengi og smökkuðu Guinness bjór í tilefni dagsins. 

Katrín var í túrkisgrænni kápu frá merkinu Catherine Walker en hefð er fyrir því að hún mæti alltaf í grænu á þessum degi eins og tíðkast á Írlandi. Margir vilja meina að þetta sé hennar besta klæðaval til þessa á degi heilags Patreks.

Katrín þótti hin glæsilegasta í aðsniðinni kápu frá Catherine Walker …
Katrín þótti hin glæsilegasta í aðsniðinni kápu frá Catherine Walker sem var sérstaklega hönnuð fyrir hana. Hatturinn var úr smiðju Jane Taylor og passaði vel við kápuna. Skórnir eru frá Gianvito Rossi. AFP
Katrín er heiðursofursti írsku herdeildarinnar og tekur við stöðunni af …
Katrín er heiðursofursti írsku herdeildarinnar og tekur við stöðunni af Vilhjálmi prins. AFP
Skálað í Guinness í tilefni af degi heilags Patreks.
Skálað í Guinness í tilefni af degi heilags Patreks. AFP
Hjónin konunglegu smökkuðu Guinness bjór.
Hjónin konunglegu smökkuðu Guinness bjór. AFP
Þau voru létt í lund eftir að þau fengu sér …
Þau voru létt í lund eftir að þau fengu sér sopa af Guinnes bjór. AFP
Það hefur ringt mikið í London að undanförnu.
Það hefur ringt mikið í London að undanförnu. AFP
Hjónin virtust skemmta sér vel og hlógu mikið saman, sérstaklega …
Hjónin virtust skemmta sér vel og hlógu mikið saman, sérstaklega þegar hann fékk grein til að skreyta hattinn sinn með. AFP
Katrín í grænni kápu frá Lauru Green London í tilefni …
Katrín í grænni kápu frá Lauru Green London í tilefni af degi heilags Patreks í fyrra. AFP
Katrín í grænni kápu frá Hobbs við sama tilefni árið …
Katrín í grænni kápu frá Hobbs við sama tilefni árið 2014. BRADLEY PAGE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson