Frítt á söngskemmtun í Hörpu í kvöld

Íslenska óperan býður á fría söngskemmtun í Hörpu í kvöld.
Íslenska óperan býður á fría söngskemmtun í Hörpu í kvöld.

Með hækkandi sól er yfirskrift söngskemmtunar á vegum Íslensku óperunnar sem haldin verður í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, föstudag, klukkan 20:00.

Flytjendur á tónleikunum eru Herdís Anna Jónasdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Oddur A. Jónsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir. 

Fyrir hlé verða fluttir vel þekktir óperudúettar úr ýmsum áttum en eftir hlé verða flutt samsöngslög án undirleiks. 

„Við höfum lagt áherslu á samsöng á tónleikum starfsársins sem hér nær hámarki með flutningi þessara frábæru söngvara sem allir hafa þegar átt glæsilega söngferla bæði í óperum, ljóðasöng og fleira. Við hlökkum mikið til,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri af þessu tilefni. 

Í Morgunblaðinu í dag kom fram að bóka þyrfti miða á Tix.is, en það er ekki rétt. Áhugasamir gestir þurfa bara að mæta. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin