Hjartaáfallið breytti lífinu

Bob Odenkirk segir hjartaáfallið árið 2021 hafa breytt sýn hans …
Bob Odenkirk segir hjartaáfallið árið 2021 hafa breytt sýn hans á lífið. AFP

Leikarinn Bob Odenkirk, sem þekktastur er fyrir að fara með aðalhlutverk í þáttunum Better Call Saul, fékk hjartaáfall árið 2021. Hann segir það hafa breytt sýn hans á lífið og nú reynir hann að vera meira til staðar fyrir fólkið sitt. 

Better Call Saul ævintýrinu lauk í ágúst á síðasta ári eftir sex seríur en í júlí 2021 fékk Odenkirk hjartaáfall við tökur. Nú hefur hann skrifað barnabók ásamt dóttur sinni Erin Odenkirk, og leikur í þáttunum Lucky Hank. 

„Það eru breytingar framundan hjá mér. Ég er að reya að vera meira á staðnum og að búa til meira rými í lífi mínu, því þegar maður fer úr einu verkefni í annað þá nær maður ekki að gera skemmtilegu hlutina í lífinu,“ sagði Odenkirk í viðtali við People.

Odenkirk man ekki eftir deginum sem hann fékk áfallið, en hann var fluttur á sjúkrahús í Albuquerque. 

„Ég er enn að sætta mig við þetta. Og ég er enn hiss á því hversu mörgum er annt um mig og vildu að ég myndi lifa þetta af. Ég veit ekki af hverju það stafar, Saul er ekki góð manneskja þannig séð! En þetta snerti mig. Og ég get náttúrulega ekki annað en kunnað að meta það og reynt að gera gott úr því,“ sagði Odenkirk.

Með því að hægja á lífinu hefur Odenkirk meiri tíma með fjölskyldunni og hefur meiri tíma til að lesa, hann er með átta bækur á náttborðinu um þessar mundir að eigin sögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson