Jeffree Star hjólar í Hailey Bieber

Jeffree Star fór ófögrum orðum um Hailey Bieber í nýjasta …
Jeffree Star fór ófögrum orðum um Hailey Bieber í nýjasta TikTok-myndskeiði hans. Samsett mynd

Youtube-stjarnan Jeffree Star hefur litla þolinmæði gagnvart einelti og birti á dögunum óvægið myndskeið á TikTok-reikningi sínum um Rhode Skin, húðvörumerki fyrirsætunnar Hailey Bieber.

Myndskeiðið birti hann eftir að Bieber og Kylie Jenner voru sakaðar um einelti gegn tónlistarkonunni Selenu Gomez, sem er fyrrverandi kærasta eiginmanns Bieber.

Óhræddur við að segja sína skoðun

Star er þekktur fyrir að deila förðunarmyndskeiðum á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann gefur áhorfendum hreinskilnislegt álit á vörunum og er óhræddur við að gagnrýna vörur sem uppfylla ekki kröfur hans. 

Hann fékk á dögunum sendan pakka frá Rhode Skin og birti myndskeið með yfirskriftinni: „Prófa vörur frá Rhode Skin sem eineltisseggurinn og vonda stelpan Hailey Bieber á.“

@jeffreestar Trying out #rhodeskin by the bully & mean girl @haileybieber 🥱 #skincare #jeffreestar #selenagomez ♬ original sound - Jeffree Star

„Í þessu húsi erum við í liði með Selenu“

Star opnaði pakkann og þótti umbúðirnar „svo leiðinlegar.“ Hann hélt áfram að gagnrýna vörurnar og skaut svo föstum skotum að Bieber sem er dóttir Hollywood-stjörnunnar Stephen Baldwin. 

„Þannig að þegar þú ert í forréttindastöðu og notar peningana hans pabba og þú hefur ekki unnið einn dag á ævinni, ég býst við að þetta sé það sem við gerum þá,“ sagði Star. 

„Í þessu húsi erum við í liði með Selenu og leggjum ekki neinn í einelti. Þannig að við ætlum að sleppa umfjöllun dagsins,“ bætti hann við og gekk með pakkann að ruslatunnu og henti honum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir