Leikarinn Sam Neill með krabbamein

Sam Neill árið 2019.
Sam Neill árið 2019. AFP/Ander Gillenea

Leikarinn Sam Neill hefur greinst með þriðja stigs blóðkrabbamein. Hann segir í endurminningum sínum að hann sé „mögulega að deyja“ af völdum sjúkdómsins sem hann greindist með fyrir ári síðan.

Nýsjálenski leikarinn, sem lék m.a. í Jurassic Park, sagðist hafa byrjað í meðferð í mars í fyrra vegna meinsins.

Neill, sem er 75 ára, greinir frá þessu í bók sinni Did I Ever Tell You This? Sem kemur út í næstu viku.

Í upphafskaflanum, sem hann skrifaði á meðan hann gekkst undir geislameðferð, segist hann hugsanlega vera dauðvona.

AFP/Ander Gillenea

Í samtali við The Guardian segist Neill vera að reyna að ná bata og að hann muni halda áfram í geislameðferð það sem eftir er ævinnar.

„Ég get ekki látið eins og þetta ár hefði ekki haft að geyma myrk augnablik,“ sagði hann.

Ferill Neill hófst á áttunda áratugnum. Hann hefur meðal annars leikið í Peaky Blinders, The Hunt For Red October og The Piano.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant