Leikarinn Sam Neill með krabbamein

Sam Neill árið 2019.
Sam Neill árið 2019. AFP/Ander Gillenea

Leikarinn Sam Neill hefur greinst með þriðja stigs blóðkrabbamein. Hann segir í endurminningum sínum að hann sé „mögulega að deyja“ af völdum sjúkdómsins sem hann greindist með fyrir ári síðan.

Nýsjálenski leikarinn, sem lék m.a. í Jurassic Park, sagðist hafa byrjað í meðferð í mars í fyrra vegna meinsins.

Neill, sem er 75 ára, greinir frá þessu í bók sinni Did I Ever Tell You This? Sem kemur út í næstu viku.

Í upphafskaflanum, sem hann skrifaði á meðan hann gekkst undir geislameðferð, segist hann hugsanlega vera dauðvona.

AFP/Ander Gillenea

Í samtali við The Guardian segist Neill vera að reyna að ná bata og að hann muni halda áfram í geislameðferð það sem eftir er ævinnar.

„Ég get ekki látið eins og þetta ár hefði ekki haft að geyma myrk augnablik,“ sagði hann.

Ferill Neill hófst á áttunda áratugnum. Hann hefur meðal annars leikið í Peaky Blinders, The Hunt For Red October og The Piano.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákafur og ástríðufullur og hrífur aðra með þér. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Gunnar Helgason
4
Kathryn Hughes
5
Johan Theorin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákafur og ástríðufullur og hrífur aðra með þér. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Gunnar Helgason
4
Kathryn Hughes
5
Johan Theorin