Rúrik hæstánægður með Madama Butterfly

Rúrik Gíslason uppáklæddur.
Rúrik Gíslason uppáklæddur. Instagram

Rúrik Gíslason, áhrifavaldur og fyrrverandi knattspyrnumaður, var meðal gesta á uppsetningu Íslensku óperunnar á Madame butterfly í gær.

Af myndskeiði sem Rúrik deildi með fylgjendum sínum á Instagram að dæma var kappinn hæstánægður með uppsetninguna.

Rúrik notaði ítalska orðið magnífico til að lýsa ánægju sinni …
Rúrik notaði ítalska orðið magnífico til að lýsa ánægju sinni með uppsetningu óperunnar. Skjáskot

Standandi lófatak

„Magnífico“ skrifaði Rúrik undir myndbandið þar sem mátti sjá að óperugestir voru staðnir upp til að klappa aðstandendum sýningarinnar lof í lófa.

Mikið hefur verið rætt og ritað um uppsetninguna og hún meðal annars verið gagnrýnd fyrir menningarlega ónærgætni í túlkun sinni á asískum persónum. 

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt óperuna opinerlega fyrir uppsetninguna eru tónlistarkonan Laufey og Suzuki Ryotaro, sendiherra Japans á Íslandi.

Skálað fyrir óperustjóranum í lok kvölds

Rúrik endaði kvöldið á því að skála í Piper-Heidseck kampavíni til heiðurs Steinunnar Ragnarsdóttur, óperustjóra.

Rúrik dreypti á kampavíni í lok kvölds.
Rúrik dreypti á kampavíni í lok kvölds. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson