92 ára Rupert Murdoch trúlofaður á ný

Rupert Murdoch er trúlofaður.
Rupert Murdoch er trúlofaður. AFP

Hinn 92 ára gamli viðskiptajöfur Rupert Murdoch er trúlofaður. Sú heppna heitir Ann Lesley Smith og er 66 ára gömul. Murdoch greinir frá þessu í viðtali við New York Post í dag. 

„Ég var mjög stressaður. Ég kveið því að verða ástfanginn, en ég vissi að þetta yrði í síðasta skipti. Það er eins gott. Ég er hamingjusamur,“ sagði Murdoch um nýja ráðahaginn. 

Murdoch og Smith kynntust í september á síðasta ári. Hún var áður prestur hjá lögreglunni í San Francisco. Smith er ekkja en hún var áður gift sveitasöngvaranum Chester Smith. 

„Það eru 14 ár síðan ég varð ekkja. Eins og Rupert, þá var eiginmaður minn viðskiptamaður. Vann fyrir staðarmiðla, vann í útvarpi, á sjónvarpsstöðvum og hjálpaði að koma Univision á koppinn. Þannig ég tala sama tungumál og Rupert. Við höfum sömu sýn,“ sagði Smith. 

Fimmta trúlofunin

Hið ástfangna par stefnir á að ganga í hnapphelduna seint í sumar.

Tæplega ár er síðan Murdoch skildi við fjórðu eiginkonu sína og mun Smith því verða sú fimmta til að ganga að eiga viðskiptajöfurinn.

Mur­doch er eig­andi fjöl­miðlaveld­is, og nær eign­ar­hald hans meðal ann­ars til sjón­varps­stöðvar­inn­ar Fox News, og dag­blaðsins The Wall Street Journal. Eru auðævi hans metin á um 17 milljarða bandaríkjadali.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden