Lifði í stöðugum ótta

Georgia Harrison segist hafa lifað í stöðugum ótta um að …
Georgia Harrison segist hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi birta fleiri myndbönd af henni án hennar samþykkis. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Georgia Harrison, sem vann mál gegn fyrrverandi kærasta sínum Stephen Bear, lifði í stöðugum ótta við að fleiri myndbönd af þeim stunda kynlíf færi í dreifingu á netinu án samþykkis hennar. 

Bear var dæmdur í 21 mánaða fangelsi fyrir að beita hana stafrænu kynferðisofbeldi. 

Hin 28 ára gamla Harrison segir að það sem fyllt hafi mælinn hjá henni var þegar hann seldi myndbönd af henni á áskriftarsíðunni Only Fans. Hræddis hún að Bear myndi selja fleiri myndbönd. 

Bear notaði eftirlitsmyndavélar í garði sínum til að taka upp myndband af þeim stunda kynlíf. Síðan sendi hann það á vin sinn auk þess sem hann seldi myndbandið á netinu. Allt án samþykki frá henni. 

Seldi hann um 6 mínútna langt myndband af þeim stunda kynlíf, en upprunalega myndbandið var 20 mínútna langt. 

Harrison segir í viðtali við BBC Sunday að hún viti til þess að fólk hafi séð allt myndbandið. Það sé mun verri tilhugsun. 

„Ég bjó við þann ótta að hann myndi selja meira,“ sagði Harrison, sem kom fram undir nafni í réttarhöldunum. Hefði hún getað notið nafnleyndar í réttarhöldunum en valdi að ger það ekki. 

„Mér leið eins og það væri eini kosturinn í stöðunni. Það var búið að fara svo langt yfir mín mörk, áður en ég sá myndbandið þá var það komið í dreifingu á netinu. Fjöldi manna hafði sagt mér að þeir hefðu séð það,“ sagði Harrison. 

Fimm konur hafa samband á hverjum degi

Harrison er með nálgunarbann gegn Bear og var honum gert að skrá sig sem kynferðisbrotamann. Verður hann á þeirri skrá í Bretlandi í tíu ár. 

Raunveruleikastjarnan segir atvikið hafa haft mikil áhrif á hana og segist hún nú eiga erfitt með að treysta. Hún segir enn fremur að þó hennar málarekstur gegn Bear hafi komið Bretum á óvart, myndi það koma hinum almenna borgara enn meira á óvart að þetta gerist daglega. 

„Frá því að ég steig fram undir nafni hef ég orðið að manneskju sem þolendur stafræns kynferðisofbeldis leita til. Að minnsta kosti fimm konur hafa samband við mig á hverjum degi, vanalega þolendur en stundum mæður eða fjölskyldur þolenda sem vilja fá ráð,“ sagði Harrison sem sagði að fólk myndi varla trúa hversu mörg brotin eru. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden