Sakfelldir fyrir morðið á XXXTentacion

Rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana í Flórída árið 2018.
Rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana í Flórída árið 2018. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Þrír menn hafa verið sakfelldir fyrir morðið á rapparanum XXXTentacion, en hann var skotinn til bana í Flórída í Bandaríkjunum árið 2018. BBC greinir frá.

Kviðdómur í Flórída komst að þeirri niðurstöðu í dag að þeir Michael Boatwright, Dedrick Williams og Trayvon Newsome væru sekir en mennirnir þrír voru ákærðir fyrir manndráp af fyrstu gráðu í tengslum við dauða rapparans. 

Þremenningarnir eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Fjórði maðurinn, Robert Allen, hafði þegar játað aðkomu sína að morðinu.

Grímuklæddur maður skaut rapparann

Alvöru nafn rapparans var Jahseh Onfroy en hann hafði ný­lega yf­ir­gefið mótor­hjóla­versl­un og var kominn inn í bíl sinn þegar svart­klædd­ur maður með rauða grímu hljóp að bíln­um og skaut hann.

Rapp­ar­inn var um­deild­ur þrátt fyr­ir ung­an ald­ur. Áður en hann var myrtur hafði hann setið í stofufangelsi en vegna fyr­ir­hugaðs tón­leika­ferðalags hafði hann ný­lega fengið því aflétt.

Þá biðu hans einnig rétt­ar­höld þar sem hann var ákærður fyrir að hafa beitt barnshafandi kær­ustu sína heim­il­isof­beldi.

Mennirnir sem taldir eru hafa banað rapparanum XXXTentacion.
Mennirnir sem taldir eru hafa banað rapparanum XXXTentacion. skjáskot/TMZ
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant