Adam Sandler hlaut Mark Twain verðlaunin

Adam Sandler tekur á móti Mark Twain verðlaununum.
Adam Sandler tekur á móti Mark Twain verðlaununum. AFP/Oliver Contreras

Grínleikarinn Adam Sandler var heiðurshafi Mark Twain-verðlaunanna sem voru afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöldið í Kennedy Center. Á hátíðinni er listamaður heiðraður fyrir framlag sitt til fyndni og er því velvalinn húmoristi verðlaunaður árlega. Jennifer Aniston, Chris Rock og Drew Barrymore voru á meðal þeirra stjarna sem mættu og hylltu Sandler í tilefni dagsins. 

Jennifer Aniston og Drew Barrymore mættu og fögnuðu vini sínum, …
Jennifer Aniston og Drew Barrymore mættu og fögnuðu vini sínum, Adam Sandler. AFP/Oliver Contreras

„Við leggjum öll hart að okkur, en enginn vinnur eins mikið og Sandman,“ sagði Rock sem hefur þekkt og starfað með Sandler í um og yfir 30 ár. 

„Enginn gaf Adam Sandler velgengni sína. Adam vann sér þetta inn með mikilli vinnu í virkilega erfiðu viðskiptaumhverfi skemmtanabransans,“ sagði Rob Schneider, félagi Sandlers til margra ára. „Fólk spyr mig: Hvers vegna setur Adam mig í svona margar kvikmyndir? Og það er vegna þess að hann vill hlæja og deila árangri sínum með félögum sínum, auk þess  geri ég þá niðurlægjandi hluti sem hann vill sjálfur ekki gera.“

Að loknum ræðuhöldum tók Sandler á móti verðlaunagripnum skælbrosandi. „Það voru allir frábærir. Ég elska ykkur öll og takk fyrir að hafa nennt að skrifa brandara og ég elska þetta kvöld,“ sagði hann. Sandler tók það einnig fram að fjölskylda hans, eiginkona og tvær dætur veittu honum þann stuðning og sjálfstraut sem hann þurfti til að ná árangri. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir