Heldur Eurovision-partí í ráðherrabústaðnum

Rishi Sunak kveðst spenntur fyrir Eurovision.
Rishi Sunak kveðst spenntur fyrir Eurovision. AFP/Justin Tallis

Þó Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sé ekki þekktur fyrir að vera jafn mikið partídýr og forveri sinn í starfi, Boris Johnson, ætlar hann að blása til Eurovision-veislu að Downingstræti 10 í maí. 

Í viðtali við BBC sagðist Sunak vera spenntur fyrir Eurovision-söngvakeppninni sem fram fer í Liverpool í maí. Bretland heldur keppnina ásamt Úkraínu, en vegna innrásar Rússa í Úkraínu fer keppnin fram í bretlandi. 

„Þetta verður skemmtilegt kvöld,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að það yrði eflaust mikið um pallíettur, þó hann sjálfur ætlaði ekki að klæðast þeim. 

„Við stefnum á að halda viðburð hér í Downingstræti, vonandi með úkraínskum fjölskyldum,“ sagði Sunak. Hann sagði það góða tilhugsun að geta boðið úkraínskum fjölskyldum á viðburð í tenglum við keppnina. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden