Heldur Eurovision-partí í ráðherrabústaðnum

Rishi Sunak kveðst spenntur fyrir Eurovision.
Rishi Sunak kveðst spenntur fyrir Eurovision. AFP/Justin Tallis

Þó Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sé ekki þekktur fyrir að vera jafn mikið partídýr og forveri sinn í starfi, Boris Johnson, ætlar hann að blása til Eurovision-veislu að Downingstræti 10 í maí. 

Í viðtali við BBC sagðist Sunak vera spenntur fyrir Eurovision-söngvakeppninni sem fram fer í Liverpool í maí. Bretland heldur keppnina ásamt Úkraínu, en vegna innrásar Rússa í Úkraínu fer keppnin fram í bretlandi. 

„Þetta verður skemmtilegt kvöld,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að það yrði eflaust mikið um pallíettur, þó hann sjálfur ætlaði ekki að klæðast þeim. 

„Við stefnum á að halda viðburð hér í Downingstræti, vonandi með úkraínskum fjölskyldum,“ sagði Sunak. Hann sagði það góða tilhugsun að geta boðið úkraínskum fjölskyldum á viðburð í tenglum við keppnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason