Körfuboltagoðsögn á batavegi eftir aðgerð

Fyrrverandi NBA-stjarnan Shaquille O'Neal.
Fyrrverandi NBA-stjarnan Shaquille O'Neal. Ljósmynd/AFP

Mörgum brá heldur betur í brún þegar NBA-leikmaðurinn fyrrverandi Shaquille O'Neal birti mynd af sér inn á Twitter. Á henni liggur hann í sjúkrarúmi, klæddur sjúkrahúskjól og tengdur við línurit.

Eftir að hafa valdið aðdáendum sínum miklum áhyggjum og ruglingi útskýrði O'Neal ástæðuna fyrir spítalainnlögninni og var mörgum ansi létt þegar hann sagðist vera á batavegi eftir mjaðmaskiptaaðgerð.

Shaquille O'Neal á batavegi eftir aðgerð.
Shaquille O'Neal á batavegi eftir aðgerð. Skjáskot/Twitter

„Til þeirra sem hafa áhyggjur. Ég vil byrja á því að segja takk,“ sagði O'Neal í færslu á Instagram. 

„Og að lokum vil ég segja að það er allt í lagi með mig. Ég þurfti bara að komast í smá „BBL“ sem ég kýs að kalla #hipreplacement. En já, ég er í lagi, það þarf ekki að hafa áhyggjur af mér.“

Grínaðist með rasslyftingu

Körfuboltagoðsögnin nýtti sér tækifærið og gantaðist í fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum og sagðist hafa þurft á smá rasslyftingu að halda og því skellt sér í „brazilian–buttlift.“

O'Neal er velþekktur fyrir að fíflast góðlátlega í aðdáendum sínum og því ekki úr karakter fyrir hann að nýta tækifærið á meðan hann jafnar sig. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden