Ólafur og Dorrit skemmtu sér með Caine og Cruise

Ólafur Ragnar Grímsson og Dor­rit Moussai­eff mættu í afmæli Michael …
Ólafur Ragnar Grímsson og Dor­rit Moussai­eff mættu í afmæli Michael Caine á dögunum en þar var einnig Tom Cruise. Samsett mynd

Breski stórleikarinn Michael Caine fagnaði níræðisafmæli sínu með góðum vinum í Lundúnum í síðustu viku. Forsetahjónin fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Dor­rit Moussai­eff voru í gleðskapnum sem og Hollywood-stjarnan Tom Cruise. 

Dorrit hefur birt nokkrar myndir úr veislunni á samfélagsmiðlum og má meðal annars sjá Ólaf Ragnar og Cruise í góðum gír. Hún birti einnig mynd af sér með þeim Caine og Cruise. 

Góðir vinir í mörg ár

Caine og forsetahjónin fyrrverandi hafa verið góðir vinir í mörg ár. Árið 2004 voru Ólafur Ragnar og Dorrit viðstödd boð til heiðurs Cane í New York og fjallaði New York Times um boðið.

„Í New York Times seg­ir um Ólaf Ragn­ar að hann sé glaðleg­ur maður. Hann og Caine hafi kynnst fyr­ir nokkr­um árum, um það leyti sem Ólaf­ur Ragn­ar og Dor­rit Moussai­eff kynnt­ust, en Dor­rit og Shakira, eig­in­kona Caine eru góðar vin­kon­ur,“ kom fram á mbl.is eftir samkvæmið fyrir tæpum 20 árum.

Afmælið á Michelin-veitingastað

Caine varð níræður þann 14. mars og fór veislan ekki fram hjá breskum slúðurmiðlum. Á vef Daily Mail kemur fram að í veislunni hafi einnig verið Íslandsvinurinn David Walliams sem sló meðal annars í gegn í þáttunum Little Britain.

Níræðisafmælið fór fram á veitingastaðnum The River Café í Lundúnum. Ferðavefur mbl.is hefur fjallað um veitingastaðinn sem er með Michelin-stjörnu og er í uppáhaldi hjá ríka og fræga fólkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson