Ásakanir gegn Paltrow „kjaftæði“

Leikkonan Gwyneth Paltrow í réttarsalnum í gær.
Leikkonan Gwyneth Paltrow í réttarsalnum í gær. AFP/Rick Bowmer

Steven Owens, lögmaður leikkonunnar Gwyneth Paltrow, segir ásakanir gegn henni sem varða skíðaslys er varð í Utah árið 2016, vera algjört kjaftæði. Hann segir manninn sem höfðar mál gegn henni, Terry Sanderson, vera með þráhyggju fyrir leikkonunni og þessum málarekstri. 

Aðalmeðferð málsins hófst í Park City í Utah í gær. Sanderson höfðaði skaðabótamál gegn leikkonunni. Sakar hann hana um að hafa klesst á sig í brekkm Deer Valley-skíðasvæðisins og skíðað burt án þess að veita honum aðstoð. 

Owens segir ásakanirnar tilhæfulaust kjaftæði. 

Terry Sanderson er 76 ára fyrrverandi sjóntækjasérfræðingur.
Terry Sanderson er 76 ára fyrrverandi sjóntækjasérfræðingur. AFP/Rick Bowmer

Fjölskyldan ber vitni

Búist er við því að meðferð málsins taki átta daga. Mun Paltrow að líkindum bera vitni, sem og eiginmaður hennar Brad Falchuk. Börn hennar Moses og Apple einnig. 

Lögmaður Sanderson, Lawrence D. Buhler, sagði í opnunarræðu sinni í gær að Paltrow hafi rennt sér hratt og af gáleysi niður brekkuna. 

Hún hafi klesst aftan á Sanderson með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á höfði og búk.

Paltrow huldi andlit sitt á leið út úr réttarsalnum í …
Paltrow huldi andlit sitt á leið út úr réttarsalnum í gær. AFP/Rick Bowmer
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler