Játningar Harrys gætu komið honum í klandur

Játingar Harry Bretaprins gætu komið honum í klandur hjá bandarískum …
Játingar Harry Bretaprins gætu komið honum í klandur hjá bandarískum yfirvöldum. AFP/Oli Scarff

Játningar Harrys Bretaprins um að hann hafi neytt fíkniefna gætu valdið því að hann missi dvalarleyfi sitt í Bandaríkjunum. Þetta er mat Neama Rahmani, fyrrverandi saksóknara í Bandaríkjunum.

Í bók sinni Spare auk heimildarþátta sinna Harry & Meghan segir prinsinn frá því að hann hafi neytt kókaíns, reykt gras og tekið ofskynjunarsveppi. 

Íhaldssöm hugveita á nú í deilum við ráðamenn í Washington D.C. um að fá umsókn prinsins um dvalarleyfi afhenta. Vill hugveitan kanna hvort prinsinn hafi tekið það fram í umsókn sinni að hann hafi neytt fíkniefna. 

Hægt er að neita umsækjendum um dvalarleyfi í Bandaríkjunum á þeim grundvelli að þeir hafi neytt fíkniefna. Þá eru einnig viðurlög við því að ljúga í umsókn um dvalarleyfi. 

„Það þýðir að Harry Bretaprins hefði átt að fá höfnun, eða að dvalarleyfi hans yrði gert ógilt, því hann viðurkenndi opinberlega að hann hafi notað kókaín, sveppi og önnur fíkniefni,“ sagði Rahmani í viðtali við Page Six

Greiðir skatta í Bandaríkjunum

Harry Bretaprins flutti til Bandaríkjanna árið 2020 en eiginkona hans, Meghan hertogaynja af Sussex, er bandarískur ríkisborgari. Greiðir hann skatta í Bandaríkjunum. 

Lögmaðurinn James Leonard er ósammála mati Rahmani. Segir hann að Harry eigi ekki á hættu að missa dvalarleyfi sitt í Bandaríkjunum. 

„Hann hefur aldrei verið sakfelldur fyrir brot í tengslum við fíkniefni eða áfengi, og dómari hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu að hann neyti þessara efna reglulega. Því sé ég ekki að einhverjar játningar í sjálfsævisögu hans um að hafa prófað fíkniefni ættu að hafa einhver áhrif,“ sagði Leonard.

Hann segir að erlendir ríkisborgarar með dvalarleyfi í Bandaríkjunum þurfi að gefa innflytjendastofnun tilefni til að rannsaka sig. Það hafi Harry ekki gert. 

„Ef hann yrði hins vegar handtekinn fyrir akstur undir áhrifum, þá væri það allt annað mál,“ sagði Leonard. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason