Loksins fyrir augu Íslendinga

Myndin hefur fengið glimrandi dóma eftir að hún var frumsýnd …
Myndin hefur fengið glimrandi dóma eftir að hún var frumsýnd þar í bíóhúsum í janúar. Samsett mynd

Norska bíómyndin Munch, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, um viðburðaríka ævi listmálarans Edvard Munchs, er frumsýnd á Viaplay föstudaginn 24. mars.

Myndin hefur fengið glimrandi dóma eftir að hún var frumsýnd þar í bíóhúsum í janúar.

Málarinn heimsþekkti, Edvard Munch, er leikinn af fjórum þekktum, norskum leikurum, Alfred Ekker Strande, Mattis Herman Nyquist, Ola G. Furuseth og Anne Krigesvoll.

„Með Munch reyndum við að skapa öðruvísi ævisögulega mannlýsingu og erum hreinlega yfir okkur glöð með þær móttökur sem myndin hefur hlotið bæði í Noregi og erlendis“, segir Mattis Herman Nyquist sem, eins og fyrr segir, leikur eitt af aðalhlutverkunum.

Í öðrum mikilvægum hlutverkum eru leikararnir Anders Baasmo, Nader Khademi og Arthur Berning ásamt hinum danska Jesper Christensen, sem allt eru þekktir leikarar á Norðurlöndum.

Á bak við þessa kvikmynd stendur Henrik Martin Bahlsbakken, sem á síðustu árum hefur skapað sér nafn sem einn afkastamesti og framsæknasti kvikmyndagerðarmaður Noregs. Allnokkur verka hans hafa verið tilnefnd og komist á stuttlista Óskarsverðlauna. Nú verður þessi mynd aðgengileg milljónum á Viaplay í fjölda landa.

Dramatískt lífshlaup málarans

List Edvards Munchs er þekkt um allan heim en mun færri þekkja til hans dramatíska lífshlaups. Í kvikmyndinni er kastljósinu beint að fjórum mikilvægustu og mest afgerandi tímabilum í lífi hans.

Bíómyndin segir frá því þegar Edvard Munch varð ástfanginn í fyrsta sinn, af giftri konu, af niðurlægingu hans sem listamanns þegar fyrstu sýningu hans í Berlín var hafnað og lokað. Myndin fjallar einnig um afdrifaríka innlögn Munchs á taugaklínik í Kaupmannahöfn þar sem hann neyðist til að taka stærstu og áhrifamestu ákvörðun lífs síns, áður en hann á síðasta æviskeiðinu berst fyrir því að bjarga listrænum arfi sínum frá nasistum í stríðinu.

Þessi fjögur tímabil í ævi Munchs sýna margar en ólíkar hliðar þessarar einstöku manneskju og listamanns.

Framleiðandi Munch er The Film Company með Trond Kvernstrøm og Åsmund Kjos Fjell í broddi fylkingar. Handritið skrifuðu Fredik Høyer, Mattis Herman Nyquist, Gine Cornelia Pedersen og Eivind Sæther.

Dreifingaraðili er Scandinavian Film Distribution og Kari Moen Kristiansen er ábyrg fyrir framleiðslu fyrir Viaplay Group.

Myndin er seld á alþjóðavísu í gegnum Viaplay Content Distribution með Scandinavian Film Distribution sem er með kvikmyndahúsaréttinn í Noregi. Munch er frumsýnd á Viaplay föstudaginn 24. mars

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert gagn í því að sitja uppi með höfuðið fullt af hugmyndum, ef engin kemst á rekspöl. Haltu samskiptaleiðunum opnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert gagn í því að sitja uppi með höfuðið fullt af hugmyndum, ef engin kemst á rekspöl. Haltu samskiptaleiðunum opnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir