Fékk heilablóðfall á síðasta ári

Aaron Sorkin fékk heilablóðfall á síðasta ári.
Aaron Sorkin fékk heilablóðfall á síðasta ári. AFP/Chris Pizzello

Höfundurinn Aaron Sorkin fékk heilablóðfall á síðasta ári. Í kjölfar þess átti hann erfitt með að tala og að skrifa. 

Sorkin greindi frá þessu í viðtali við New York Times og kveðst hafa náð fullum bata. Hann var 61 árs þegar hann fékk heilablóðfallið. Sorkin er höfundur þáttanna The West Wing og hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir kvikmynd sína The Social Network. Hann skrifaði einnig handritið að A Few Good Men, Steve Jobs og The Trial of the Chicago 7. 

Höfundurinn segir að hann hafi fyrst tekið eftir því að eitthvað væri að þegar hann vaknaði um miðja nótt og datt á veggi og horn. Morguninn eftir sullaði hann appelsínusafa. 

Þá fór hann til læknis sem sagði honum að blóðþrýstingur hans væri svo hár að hann ætti að vera látinn. Þá var honum sagt að hann hefði fengið heilablóðfall. 

Flest einkenni bötnuðu næsta mánuðinn, en hann gat ekki skrifað nafnið sitt með penna fyrr en nýlega og finnur eiginlega ekki bragð af mat. 

Hætti að reykja

Eftir áfallið hætti Sorkin að reykja, bætti mataræðið og byrjaði að fara í ræktina tvisvar á dag. Hann sagðist líka taka mikið af lyfjum og bætti við: „þú heyrir hringla í pillunum innan í mér.“

Sorkin sagðist vilja tala um upplifun sína til þess að aðrir myndu hugsa betur um heilsuna. „Ef bara ein manneskja hættir að reykja eftir að hafa heyrt söguna mína, þá hjálpar það,“ sagði Sorkin. 

Hann vinnur nú að því að skrifa nýja útgáfu af söngleiknum Camelot, sem sýndur var á Broaway 1960. 

„Það kom augnablik þar sem ég óttaðist að geta ekki skrifað áfram. Ég hafði líka áhyggjur af því að ég gæti ekki haldið áfram með Camelot,“ sagði Sorkin.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir