Sonur fyrrverandi Glee-leikkonu alvarlega veikur

Lea Michele.
Lea Michele. AFP

Tveggja ára sonur fyrrum Glee–leikkonunnar Leu Michele, Ever Leo, var lagður inn á spítala í gær. Samkvæmt Michele glímir hann við alvarleg veikindi. 

Broadway–stjarnan byrjaði á því biðja aðdáendur sína afsökunar á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún lét vita af hverju hún gat ómögulega leikið hlutverk sitt, Fanny Brice í söngleiknum Funny Girl.

„Mér þykir þetta svo leitt en því miður verð ég ekki með í sýningu Funny Girl á Broadway í dag,“ sagði leikkonan. Samhliða því birti hún ljósmynd sem sýndi hendi leikkonunnar við handlegg Ever Leo, sem liggur í sjúkrarúmi með bangsa sér við hlið.

Leikkonan bað einnig aðdáendur sína um að senda ást og styrk til fjölskyldunnar. 

Michele gaf engar frekar upplýsingar um ástand Ever Leo en hún eignaðist drenginn ásamt eiginmanni sínum, Zandy Reich í ágúst 2020. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir