Beyoncé og Adidas skilja að skiptum

Samstarfi Beyoncé og Adidas er lokið.
Samstarfi Beyoncé og Adidas er lokið. Samsett mynd

Beyoncé hefur hætt samstarfi sínu við þýska íþróttavörurisann Adidas. Í samstarfi við Adidas hefur hún hannað föt undir merkinu Ivy Park.

Samstarfið hófst árið 2019, en áður hafði Beyoncé hleypt merkinu Ivy Park af stokkunum í samstarfi við Topshop árið 2016.

Gefnar hafa verið út þrjár fatalínur undir nafni Ivy Park á meðan samstarfinu hefur staðið, sem samanstóðu allar af bæði fatnaði og skóm. 

Vonast var til þess að fatalínan næði sömu útbreiðslu og Yeezy-fatalína Kanye West, en Adidas sagði upp samningi sínum við West í október 2022 eftir andgyðingleg ummæli West. Salan á línunni stóð þó ekki undir væntingum. 

Áætlað var að samningurinn myndi vera í gildi út árið 2023 en samkvæmt The Hollywood Reporter var ákvörðunin tekin í sameiningu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir