Dómari hafnaði óvenjulegri beiðni Paltrow

Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson
Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson AFP

Dómari hefur neitað óvenjulegri beiðni lögmannateymis leikkonunnar Gwyneth Paltrow um að koma með veitingar í dómssalinn. Réttað er yfir Paltrow í dómssal í Utah, en hún er sökuð um að hafa skíðað á mann í skíðabrekku og stungið síðan af.

Beiðni lögmanna hennar var mótmælt harkalega af lögmönnum Sandersons og því beiðninni hafnað.

Aðalmeðferð málsins hófst á þriðjudag. Maðurinn, Terry Sanderson, fer fram á 300 þúsund bandaríkjadali í skaðabætur eftir slysið sem varð í febrúar 2016. Paltrow hefur höfðað gagnsókn og fer fram á einn bandaríkjadal á móti. 

Lögmenn Sanderson mótmæltu beiðni lögmanna Paltrow um að koma með …
Lögmenn Sanderson mótmæltu beiðni lögmanna Paltrow um að koma með veitingar inn í dómssalinn. AFP/Rick Bowmer

„Takk fyrir, en nei takk“

Áður en þinghald hófst í gær, fimmtudag, óskaði lögmaður Paltrow, Steve Owens, eftir því að öryggisverðir umbjóðanda hans fengju að koma inn með veitingar fyrir starfsmenn dómshússins til að þakka þeim fyrir vinnu þeirra undanfarna daga. 

Lögmenn Sanderson mótmæltu beiðni lögmanna Paltrow um leið. „Ókei, þessu hefur verið mótmælt svo takk fyrir, en nei takk,“ sagði dómarinn Kent Holmberg. 

Óljóst er hvaða veitingar Paltrow vildi færa starfsmönnum dómshússins. 

Paltrow vildi þakka starfsfólki dómshússins fyrir störf sín.
Paltrow vildi þakka starfsfólki dómshússins fyrir störf sín. AFP/Jeff Swinger

Þráir fyrirgefningu

Dóttir Sandersons, Polly Sanderson-Grasham, bar vitni á þessum þriðja degi réttarhaldanna. Sagði hún að faðir hennar hefði verið opinn og ræðinn áður en slysið varð. Eftir slysið verði hann auðveldlega pirraður og erfiður. 

Lýsti hún atviki eftir slysið þar sem hún segist hafa áttað sig á því að faðir hennar væri breyttur maður. 

„Hann sat við gluggann og ég bjóst næstum því við því að slef læki niður munnvik hans. Til að byrja með, þá talaði hann ekki við neinn. Hann fór bara einn út í horn, og það var fyrsta blaut tuskan sem ég fékk í andlitið. Það var eitthvað virkilega mikið að,“ sagði Sanderson-Grasham. 

Þegar lögmenn Paltrow spurðu hana spurninga þá viðurkenndi hún þó að faðir hennar hefði vissulega skipt skapi fyrir slysi og átt það til að fara yfir mörk annarra. 

Hún sagði enn fremur að faðir hennar þráði ekkert heitar en að Paltrow myndi biðjast afsökunar og að hann hefði þráhyggju fyrir málarekstrinum. 

Polly Sanderson-Grasham bar vitni.
Polly Sanderson-Grasham bar vitni. AFP/Jeff Swinger

Missti meðvitund

Við slysið missti Sanderson meðvitund í nokkrar mínútur og fékk heilahristing. Hann braut einnig fjögur rifbein. 

Læknir sem bar vitni í gær sagði að áverkarnir á höfði Sanderson hefðu verið slæmir og valdið miklum skaða á heila. Það hafi breytt lífi hans. 

Þá sagði taugasálfræðingurinn Alina Fong að Sanderson hafi glímt við eftirköst heilahristings einu og hálfu ári eftir að hún hitti hann fyrst, í maí 2017. Sagði hún að skapgerð og persónuleiki hans hafi breyst, auk þess sem hann glímdi við höfuðverki. 

Paltrow og Sanderson ber ekki saman um tildrög slyssins, en bæði segjast þau hafa verið að skíða niður brekkuna. Paltrow segir Sanderson hafa klesst á sig aftan frá, og Sanderson segir Paltrow hafa klesst á sig aftan frá.

Læknirinn Wendell Gibby útskýrir segulómmyndir af heila Sanderson.
Læknirinn Wendell Gibby útskýrir segulómmyndir af heila Sanderson. AFP/Rick Bowmer
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason