Stal mörgum milljónum af dóttur sinni

Söngkonan Jewel bjó í bílnum sínum á tímabili.
Söngkonan Jewel bjó í bílnum sínum á tímabili. AFP

Móðir bandarísku sveitasöngkonunnar Jewel sveik út úr henni yfir 100 milljónir bandaríkjadala. Söngkonan sagði frá því á dögunum hvernig hún komst að svikum móður sinnar. 

Jewel, sem fór frá því að búa í bílnum sínum yfir í að fylla tónleikasali víðsvegar um heim, greindi frá þessu í hlaðvarpsviðtali í þættinum Verywell Mind Podcast.

„Þegar ég var 34 ára gömul, vaknaði ég einn daginn og áttaði mig á því að mamma hafði svikið út alla peningana mína. Yfir 100 milljónir dala.“

Áttaði sig ekki á svikunum

Söngkonan sagði einnig að hún hefði í raun aldrei áttað sig á því sem móðir hennar og þáverandi umboðsmaður væru að bralla fyrr en peningarnir voru horfnir og söngkonan komin í þriggja milljón dala skuld.

Sveitasöngkonan sagði einnig að það hefði verið mjög erfitt að sætta sig við þetta á sálfræðilegum nótum. „Mamma var ekki lengur það sem hún einu sinni var.“

Ólst upp hjá föður sínum af ástæðu

Jewel fór einnig yfir erfiðleikana sem hún upplifði í æsku og sagði frá því þegar hún komst að hinni raunverulegu ástæðu þess að hún hafi alist upp hjá föður sínum eftir að foreldrar hennar skildu þegar hún var átta ára.

„Enginn sagði mér að það væri vegna þess að mamma vildi ekki verða mamma. Hún fór frá okkur og því tók pabbi það á sig að ala okkur upp. Ég vissi það ekki á þeim tíma.“

Jewel útskýrði ekki nánar frá því hvernig móður hennar tókst að stela peningunum frá henni en sagði: „Ég var í kringum rándýr, ég átti mjög skelfilegt líf. Ég átti mjög ógnvekjandi líf. Og ég átti líf þar sem fullorðið fólk var ekki öruggt fólk, að vera í tengslum við fólk var ekki öruggt.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Næstu vikur munu gjafir og greiðar koma streymandi til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Næstu vikur munu gjafir og greiðar koma streymandi til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir