„Ég gjörsamlega fraus“

Leikkonan Gwyneth Paltrow bar vitni við réttarhöld í gær.
Leikkonan Gwyneth Paltrow bar vitni við réttarhöld í gær. AFP/Rick Bowmer

Leikkonan Gwyneth Paltrow bar vitni í gær um að hún hefði „frosið“ þegar maður skíðaði á hana aftan frá með þeim afleiðingum að þau féllu niður þegar skíðin þeirra flæktust saman.

„Ég var að skíða og tvö skíði komu á milli skíðanna minna og þvinguðu fæturna í sundur. Og svo var líkami að þrýsta á mig. Og það heyrðist mjög undarlegt nöldur. Svo heilinn minn var að reyna að skilja hvað væri að gerast,“ sagði Paltrow.

„Ég fraus þegar hann renndi sér á milli skíðanna minna. Ég gjörsamlega fraus.“

Réttað er yfir Paltrow í Utah en hún er sökuð um að hafa skíðað á mann í skíðabrekku árið 2016 og stungið síðan af. Maðurinn, Terry Samderson, er 76 ára fyrrverandi sjóntækjafræðingur.

Fjórði dagur réttarhalda var í gær, en áætlað er að þau haldi áfram á mánudag, að því er CNN geinir frá.

Leitaði sér ekki læknishjálpar

Lögmaður Sanderson, Kristin A. VanOrman, spurði Paltrow spurninga í næstum tvær klukkustundir. Er hún spurði Paltrow hvort hún hefði verið viðstödd þegar skýrslur um slysið voru fylltar út svaraði hún neitandi en sagði að skíðakennari hennar hefði verið hjá Sanderson og gengið úr skugga um að það væri í lagi með hann.

Paltrow leitaði sér ekki læknishjálpar eftir slysið en minntist á að hún hefði fundið fyrir verk í hné og baki og því ákveðið að fara í nudd síðar um daginn.

VanOrman spurði Paltrow oftar en einu sinni hvort hún hefði leitað upplýsinga um heilsufar Sanderson í kjölfar slyssins.

„Ég held að þú verðir að hafa í huga að þegar þú ert fórnarlamb slyss ertu ekki endilega að hugsa um manneskjuna sem framdi það,“ svaraði Paltrow.

Terry Sanderson við réttarhöldin í gær.
Terry Sanderson við réttarhöldin í gær. AFP/Rick Bowmer

Vorkennir Sanderson

Við slysið missti Sanderson meðvitund í nokkrar mínútur og fékk heilahristing. Hann braut einnig fjögur rifbein. Læknir sem bar vitni á fimmtudag sagði að áverkarnir á höfði Sanderson hefðu verið slæmir og valdið miklum skaða á heila. Það hafi breytt lífi hans.

„Ég vorkenni honum mjög. Hann virðist hafa átt mjög erfitt líf, en ég olli ekki slysinu þannig að ég get ekki átt sök á neinu sem kom fyrir hann í kjölfarið,“ sagði Paltrow.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir