Íslandsvinirnir og Hollywood-leikararnir, Justin Long og Kate Bosworth, eru sögð hafa trúlofað sig nýlega. Rúmt ár er liðið frá því parið opinberaði samband sitt.
„Kate er í skýjunum. Hún er búin að sýna vinum sínum trúlofunarhringinn sinn. Hún er hógvær þegar kemur að smáatriðum, en hún geislar. Allir eru svo ánægðir fyrir hennar hönd,“ sagði heimildarmaður People. „Justin er frábær strákur. Hann dýrkar hana. Það er bara magnað að sjá þau saman.“
Fyrr í vikunni sagði annar heimildarmaður við fjölmiðla að Bosworth „gæti ekki beðið eftir að giftast“ leikaranum.
Í ágúst 2021 tilkynnti Bosworth skilnað við Michael Polish eftir tæplega átta ára hjónaband. Stuttu síðar barst ferðavef mbl.is það til eyrna að leikararnir hefðu sést saman í Bláa lóninu. Boshworth birti seinna myndaröð á Instagram frá Íslandsferð sinni.