Rómantíkin horfin og skilnaður lausnin

Reese Witherspoon er að skilja.
Reese Witherspoon er að skilja. AFP/Frederic J. Brown

Leikkonan Reese Witherspoon og umboðsmaðurinn Jim Tooth greindu óvænt frá því um helgina að þau væru að skilja. Enginn skandall á að hafa átt sér stað en hjónin hefðu fagnað 12 ára brúðkaupsafmæli á sunnudaginn. 

Skilnaðurinn kom mörgum aðdáendum leikkonunnar á óvart en fram kemur á vef Page Six að fólk í Hollywood hafi lengi vitað af hjónabandserfiðleikum Witherspoon. Ákvörðunin um skilnaðinn var tekin í sameiningu. 

„Það var enginn skandall eða neitt drama, bara tvær manneskjur sem voru að ala upp barn saman en voru ekki lengur með rómantískar tilfinningar í garð hvors annars,“ sagði heimildarmaður. Annar heimildarmaður bendir þó á að þau hafi ekki enn sótt um skilnað. 

Hjónin eiga saman 10 ára saman gamlan son. Witherspoon var áður gift leikaranum Ryan Phillippe og á hún með honum tvö börn. 

Reese Witherspoon í febrúar.
Reese Witherspoon í febrúar. AFP/Patrick T. Fallon
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að þú missir ekki sjálfstjórnina, þótt þér líki ekki allt, sem upp á kemur. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir