Tók fyrstu skrefin eftir að hafa brotið fleiri en 30 bein

Leikarinn Jeremy Renner reyndi að varna því að snjóruðningstækið lenti …
Leikarinn Jeremy Renner reyndi að varna því að snjóruðningstækið lenti á frænda hans með þeim afleiðingum að hann varð sjálfur undir því. AFP/Valerie Macon

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner hefur stigið sín fyrstu skref á göngubretti eftir að hann lenti í alvarlegu slysi á nýársdag þar sem hann braut fleiri en 30 bein. 

Renner slasaðist alvarlega þegar snjóruðningstæki fór yfir hann fyrir utan heimili leikarans í Nevada-ríki. Í kjölfar slyssins var Renner lagður inn á gjörgæslu og gekkst undir tvær aðgerðir. Hann varði rúmum tveimur vikum á sjúkrahúsi eftir slysið. 

Í myndskeiði sem leikarinn tísti sést hann ganga á sérstöku göngubretti sem vinnur gegn þyngdaraflinu og gerir það að verkum að hann finnur aðeins fyrir um 40% af þyngd sinni í hverju skrefi.

„Núna verð ég að finna eitthvað annað til að eyða tíma mínum í svo líkaminn minn geti jafnað sig,“ skrifaði leikarinn við myndskeiðið. Sérfræðingar telja að endurhæfing Renner taki marga mánuði.

Áfallastreituröskunin sé stærsta áskorunin

„Við segjum oft við einstaklinga sem hefur lifað af alvarleg slys og eru á gjörgæslu að þeir muni endurheimta 90% af getu sinni um 12 til 18 mánuðum eftir að þeir yfirgefa sjúkrahúsið,“ sagði Ron Daniels, læknir á gjörgæslu í Bretlandi, í samtali við Daily Mail

Hann bætir við að Renner muni þjást bæði andlega og líkamlega og muni þurfa á stuðningi og endurhæfingu að halda í marga mánuði eftir slysið. „Ég held að stærsta áskorunin verði áfallastreituröskunin sem þetta mun án efa hafa í för með sér,“ bætti Daniels við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir