Jolie ekki á stefnumóti með moldríkum erfingja

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. AFP/Tiziana FABI

Leikkonan Angelina Jolie sást úti að borða með David Mayer de Rothschild á dögunum. Mayer de Rothschild er moldríkur umhverfissinni og töldu einhverjir að Jolie væri komin með nýjan kærasta, svo er þó líklega ekki. 

Hádegisverðurinn sem fram fór á Nobu var aðeins vinnufundur. Þetta áréttaði heimildarmaður People sem þekkir vel til Jolie. Jolie og Mayer de Rothschild snæddu hádegisverð ásamt öðru fólki á þessum fræga veitingastað í Kaliforníu. Milljarðarmæringurinn er aðgerðarsinni á sviði umhverfisverndar og kemur úr hinni ríku Rothschild-fjölskyldu. 

Jolie hefur verið á stefnumótamarkaðnum undanfarin ár en hefur ekki átt í opinberu sambandi síðan hún sagði skilið við leikarann Brad Pitt árið 2016. 

Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt, Vivienne …
Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Maddox Jolie-Pitt og Knox Jolie-Pitt. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert gagn í því að sitja uppi með höfuðið fullt af hugmyndum, ef engin kemst á rekspöl. Haltu samskiptaleiðunum opnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert gagn í því að sitja uppi með höfuðið fullt af hugmyndum, ef engin kemst á rekspöl. Haltu samskiptaleiðunum opnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir