Sungið og dansað allt árið

Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla …
Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla daga. Reglulega er boðið upp á fjölbreytta menningarviðburði í þessu fornfræga húsi en á kvöldin færist fjör í leikinn. Þá stígur hljómsveitin Honký Tonks á svið öll kvöld, gestir syngja með og þegar ákefðin er mest stekkur fólk fram á gólfið og dansar af innlifun. Hver með sínum hætti. Hús Máls og mennningar hýsti áður rótgróna bókabúð en er nú menningarhús í víðum skilningi.

Hljómsveitin Honký Tonks stígur á svið öll kvöld.
Hljómsveitin Honký Tonks stígur á svið öll kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Garðar Kjartansson eigandi staðarins er búinn að vera í veitingageiranum í 25 ár. Hann hóf rekstur undir breyttum formerkjum fyrir þremur árum. Bækurnar eru allt um kring og veita hlýlega stemmningu sem minna á liðinn tíma. Alls eru 50 þúsund bækur á staðnum og hafa sennilega aldrei verið fleiri. Garðar man tímana tvenna og segir að mikil breyting hafi átt sér stað í miðborginni. Íslendingar sjáist vart á Laugaveginum að degi til, þeir mæti hins vegar í miðborgina þegar nóttin skellur á.

„Ég er á markaði sem telur tvær milljónir ferðamanna en ekki 350 þúsund Íslendinga. Þess vegna get ég haft opið alla daga og stuð öll kvöld,“ segir Garðar. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu á laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt smáóreiða sé kannski ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan einu sinni leggur af stað. Sýndu erfiðum einstaklingi umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden