Sungið og dansað allt árið

Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla …
Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gleðin er við völd í Húsi Máls og menningar alla daga. Reglulega er boðið upp á fjölbreytta menningarviðburði í þessu fornfræga húsi en á kvöldin færist fjör í leikinn. Þá stígur hljómsveitin Honký Tonks á svið öll kvöld, gestir syngja með og þegar ákefðin er mest stekkur fólk fram á gólfið og dansar af innlifun. Hver með sínum hætti. Hús Máls og mennningar hýsti áður rótgróna bókabúð en er nú menningarhús í víðum skilningi.

Hljómsveitin Honký Tonks stígur á svið öll kvöld.
Hljómsveitin Honký Tonks stígur á svið öll kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Garðar Kjartansson eigandi staðarins er búinn að vera í veitingageiranum í 25 ár. Hann hóf rekstur undir breyttum formerkjum fyrir þremur árum. Bækurnar eru allt um kring og veita hlýlega stemmningu sem minna á liðinn tíma. Alls eru 50 þúsund bækur á staðnum og hafa sennilega aldrei verið fleiri. Garðar man tímana tvenna og segir að mikil breyting hafi átt sér stað í miðborginni. Íslendingar sjáist vart á Laugaveginum að degi til, þeir mæti hins vegar í miðborgina þegar nóttin skellur á.

„Ég er á markaði sem telur tvær milljónir ferðamanna en ekki 350 þúsund Íslendinga. Þess vegna get ég haft opið alla daga og stuð öll kvöld,“ segir Garðar. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu á laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson