Grínistinn Paul O'Grady látinn

Paul O'Grady árið 2008.
Paul O'Grady árið 2008. Ljósmynd/Wikipedia.org

Breski grínistinn og þáttastjórnandinn Paul O'Grady er látinn 67 ára að aldri. 

Andre Portasio, eiginmaður O'Grady, greindi frá því í yfirlýsingu að O'Grady hafi látist „óvænt en á friðsaman máta“ í gærkvöldi. 

O'Grady gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum sem dragdrottningin Lily Savage. Þá stjórnaði hann meðal annars þættinum Blankety Blank.

„Hans verður sárt saknað af ástvinum, vinum, fjölskyldu, dýrum og öllum þeim sem nutu kímnigáfu hans, gáfna og samúðar. Ég veit að hann myndi vilja að ég þakkaði þér fyrir alla þá ást sem þú hefur sýnt honum í gegnum árin,“ sagði í yfirlýsingu Portasio. 

BBC greinir frá því að O'Grady hafi nýverið leikið í söngleiknum Annie og greindi hann sjálfur frá því á Instagram fyrir nokkrum vikum að hann ætlaði að halda því áfram. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir