Hljóðbókaunnendur fagna með Hugleiki í kvöld

Íslensku hljóbókaverðlaunin verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í …
Íslensku hljóbókaverðlaunin verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Hörpu.

Í kvöld verða íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, veitt í fjórða sinn í Hörpu. Hugleikur Dagsson verður kynnir verðlaunahátíðarinnar sem er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka ársins.

Alls voru 30 hljóðbækur tilnefndar í sex mismunandi flokkum, en þeir eru barna- og ungmennabækur, glæpasögur, skáldsögur, óskáldað efni, ljúflestur og hljóðseríur. Auk þess sem veitt verða sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag eða framúrskarandi verk á sviði hljóðbóka.

Yfir 80% hlustunar og lesturs á íslensku

Í ár verða í fyrsta sinn veitt sérstök verðlaun fyrir hljóðseríu ársins sem eru sögur í nokkrum hlutum. Þar spilar hljóðheimurinn stórt hlutverk og í sumum verkum eru einnig leiklesnar senur og frumsamin tónlist. 

Að sögn Lísu Bjarkar Óskarsdóttur, framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi, er ánægjulegt að sjá að bæst hafi í flóru tilnefndra útgefenda. 

„Útgefendur á Íslandi eru í auknum mæli að framleiða hljóðbækur sem er mikið ánægjuefni fyrir íslenska  hlustendur. Í fyrra komu út um 300 hljóðbækur og 200 rafbækur á íslensku hjá Storytel. Hlustendur Storytel á Íslandi hafa aðgang að þúsundum bóka á fimm tungumálum, en yfir 80% hlustunar og lesturs er á íslensku,“ segir Lísa. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant