Í kynlífssenu með eiginkonu leikstjórans

Leikarinn Keanu Reeves lenti í heldur vandræðanlegu atviki árið 2015.
Leikarinn Keanu Reeves lenti í heldur vandræðanlegu atviki árið 2015. AFP

Stórleikarinn Keanu Reeves rifjaði upp vandræðalegt augnablik þegar hann var gestur í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live nú á dögunum. Hann sagði frá því þegar hann þurfti að taka upp kynlífssenu með eiginkonu leikstjóra kvikmyndarinnar Knock Knock, leikkonunni Lorenzu Izzo sem var á þeim tíma gift leikstjóranum Eli Roth.

Leikarinn segir atvikið hafa átt sér stað árið 2015. „Roth skapaði þægilegt og traust andrúmsloft á æfingatímabilinu en ég þurfti samt að vera nakinn og líkja eftir ... ,“ sagði Reeves kaldhæðnislegum tóni við þáttastjórnandann Jimmy Kimmel sem hló mikið. 

„Ég var ekki gaurinn sem sagði: „Hey Roth, konan þín er heit. Ég get ekki beðið eftir þessari kynlífssenu, Lorenza lítur svo vel út í dag“,“ bætti hann við og breytti raddtóni sínum til þess að túlka betur það sem hann var að segja. 

Reeves endaði þessa umræða á því að þakka Roth og framleiðendum myndarinnar fyrir stuðninginn á þessu óþægilega sem og vandræðalega augnabliki. Enda hefur hann margsannað að hann sé indælasti maðurinn í Hollywood. 

DailyMail

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir