Hávær orðrómur um hjónaskilnað

Charlene prinsessa er sögð vilja skilnað.
Charlene prinsessa er sögð vilja skilnað. AFP

Orðrómur um yfirvofandi skilnað Alberts fursta af Mónakó og Charlene prinsessu hefur náð nýjum hæðum síðustu daga. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fullyrt að Charlene sé búin að fara fram á skilnað og sést hefur til hennar án giftingahrings. Hjónin hafa verið gift í 12 ár en hjónabandið hefur aldrei þótt sannfærandi í augum almennings.

Talsmaður hallarinnar segir þetta þvælu.

„Ég neita þessum illkvitna orðrómi sem franska tímaritið Royauté hefur komið af stað. Það er ekki fótur fyrir þessu, hunsið þessa grein,“ segir talsmaðurinn.

Hjónaband Alberts og Charlene hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Þrálátar sögur um framhjáhald Alberts, lausaleiksbörn og vaxandi óhamingja Charlene hafa sett svip sinn á samband þeirra. Skemmst er að minnast þess að hún reyndi þrisvar sinnum að flýja Mónakó fyrir brúðkaupið og grét allan tímann í athöfninni.

Þá hafa Mónakóbúar ekki tekið ástfóstri við Charlene. Það er mikið slúðrað um hana og það fer í taugarnar á fólki hversu illa hún talar frönsku.

„Það er eins og henni sé alveg sama hvað fólki finnst um hana og stundum virðist hún hreinlega vansæl að ráða ekki aðstæðum sínum,“ segir heimildarmaður í New York Post.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant