Sakaður um að áreita unglingsstúlkur

Fyrrverandi hjónin Emily Ratajkowski og Sebastian Bear-McClard.
Fyrrverandi hjónin Emily Ratajkowski og Sebastian Bear-McClard. Skjáskot/Instagram

Kvikmyndaframleiðandinn Sebastian Bear-McClard, fyrrverandi eiginmaður ofurfyrirsætunnar Emily Ratajkowski, hefur verið sakaður um að áreita unglingsstúlkur kynferðislega.

Í yfirlýsingu sem birtist á Variety stigu þrjár ungar konur fram og greindu frá meintu kynferðislegu áreiti og óviðeigandi hegðun Bear-McClard þegar þær voru aðeins 17 og 18 ára.

Fyrsta konan sem steig fram er í dag 24 ára, en hún segir Bear-McClard hafa haft samband við sig þegar hún var aðeins 17 ára gömul í gegnum Instagram. Í yfirlýsingunni lýsir hún því þegar þau hittust í risíbúð í New York-borg sem hafi leitt til þess að hún fékk lítið hlutverk í kvikmynd hans Good Time.

Stúlkan bjóst við að taka upp senu með stjörnu kvikmyndarinnar, leikaranum Robert Pattinson, en þegar hún mætti á tökustað var hún látin taka upp senu nakin með leikara sem var nýlega kominn úr fangelsi. Í yfirlýsingunni segist konan hafa verið „alveg agdofa“ og „hrædd.“

„Þjáning mín ágerðist bara þegar leikarinn hvíslaði í eyrað á mér upp úr þurru hvort „hann gæti stungið honum inn“ á meðan myndavélarnar rúlluði. Ég sagði „nei“,“ sagði konan. Stuttu eftir atvikið byrjaði hún að stunda kynlíf með Bear-McClard. 

„Hlutirnir stigmögnuðust ... “

Önnur ung kona segir kvikmyndagerðamanninn hafa haft samband við sig þegar hún var 18 ára og lofað henni tækifæri fyrir feril hennar. 

„Ég og Sebastian byrjuðum að kyssast. Hlutirnir stigmögnuðust og svo, án þess að biðja um samþykki mitt, stakk hann honum inn í mig án þess að nota smokk,“ sagði konan. Þá greindi hún einnig frá óviðeigandi hegðun Bear-McClard sem kallaði hana ljótum nöfnum og sagði að hann myndi rekja staðsetningu hennar í gegnum símaforrit. 

Konan segist í skýrslunni einnig hafa séð Bear-McClard senda 15 ára stúlku skilaboð. Þegar hún spurði hann út í það segir hún hann hafa „virst ánægður með sjálfan sig“ og að hann hafi hlegið. Þá hafi hann ekki neitað ásökunum konunnar.

Sakaður um ítrekað framhjáhald

Þá fékk Variety einnig yfirlýsingu frá þriðju konunni, en hún sakaði hann ekki um kynferðislega áreitni heldur sagði frá óviðeigandi hegðun hans.

Meint samskipti einnar konunnar eiga að hafa átt sér stað þegar Bear-McClard var enn giftur Ratajkowski. Hún sótti um skilnað í september 2022 eftir sögusagnir um ítrekað framhjáhald Bear-McClard.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir