Húsavík var ekki fyrsta val

Húsavík vakti heimsathygli í myndinni Eurovision Song Contest: The Story …
Húsavík vakti heimsathygli í myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Samsett mynd

Húsavík var ekki í fyrsta handriti myndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Leikstjórinn David Dobkin varð hins vegar ástfanginn af staðnum eftir frí á Íslandi og ákvað að breyta sögunni. Kemur þetta fram í nýju myndbandi sem birtist á Youtube-síðu wiwibloggs, sem er ein stærsta aðdáendasíða Eurovision-keppninnar.

Í fyrsta uppkasti handritsins hafi annar bær verið nefndur en eftir að hafa skoðað nánast alla bæi á landinu hafi Dobkin á endanum valið Húsavík sem sögusviðið. Vildi hann velja stað sem Eurovision-aðdáendum þætti ósvikinn og myndi fylla Íslendinga stolti. 

Fyrst um sinn voru framleiðendur myndarinnar ekki á því að senda hóp til Íslands og spurðu þeir Dobkin hvort ekki væri hægt að taka myndina alla upp í Skotlandi, þar sem mikil líkindi væru með landslagi Skotlands og Íslands. Dobkin þvertók hins vegar fyrir það og lét hann jafnvel semja titillag myndarinnar með nafninu Húsavík þrátt fyrir að hafa ekki fengið grænt ljós. Á endanum var staðsetningin samþykkt og varð Húsavík að heimabænum sem átti seinna eftir að vekja heimsathygli.

Kom Húsavík á kortið

Myndin kom Húsavík svo sannarlega á kortið og samkvæmt safnstjórum Eurovision-safnsins, Örlygi Örlygssyni og Leondardo Piccione, er Húsavík orðin að Eurovision-höfuðborg heimsins. Fólk hvaðanæva að úr heiminum hafi gert sér ferð til Húsavíkur til að sjá hvar myndin var tekin upp og skoða sjálft safnið.

Örlygur og Leonardo segja þó að mögulega fari hver að verða síðastur að heimsækja safnið þar sem næstkomandi sumar sé samkvæmt upprunalegri áætlun síðasta sumarið sem safnið sé opið. Í upphafi var safnið hugsað sem tímabundið verkefni og eru allir munir á safninu fengnir að láni. Eru þeir þó vongóðir um að hægt verði að halda safninu opnu lengur.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir