Trommarinn gleymdi sér og var í afmæli

Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Brynhildur Karlsdóttir ánægð eftir að hafa unnið …
Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Brynhildur Karlsdóttir ánægð eftir að hafa unnið plötu ársins. Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Hljómsveitin Kvikindi sem vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins nýlega gefur út ábreiðu af laginu Wuthering Heights í dag, föstudag. Þar syngur sveitin íslenskan texta eftir Þórarinn Eldjárn og nefnist lagið Heiðin há. 

„Við elskum tónlist sem fær fólk til að gráta og dansa á sama tíma,“ segir Brynhildur söngkona hljómsveitarinnar en hún segir lagið vera fullkomið grát- og danslag. Tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson er einnig í hljómsveitinni og segir hann hugmyndina að ábreiðunni vera nokkuð gamla en þau hafi hreinlega þurft að henda henni í framkvæmd. 

Á Íslensku tónlistarverðlaununum fengu Kvikindi tilnefningar fyrir lag ársins, myndband ársins og plötu ársins. Þau unnu plötu ársins í flokknum Popp, rokk, rapp og hip-hop. 

„Við höfðum mikla trú á plötunni okkar en þegar Selma Björns nefndi okkur sem sigurvegara horfðum við stjörf hvort á annað og skildum ekki hvað var að gerast,“ segir Friðrik um sigurinn. „Þetta var alveg ógleymanlegt kvöld og þessi verðlaun hafa mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Brynhildur.

Öll hljómsveitin var hins vegar ekki á svæðinu þar sem trommuleikarinn Valgeir Skorri Vernharðsson mætti ekki. „Ég hins vegar missti af verðlaunaafhendingunni af því ég hélt að þetta væri viku seinna,“ segir Valgeir. „Ég var bara staddur í afmæli þegar ég fékk allt í einu fullt af skilaboðum í símann að við hefðum unnið.“

Lagið Heiðin há með Kvikindi kemur út í dag á allar streymisveitur og myndbandið kemur á Youtube. Kvikindi er einnig að safna fyrir útgáfu inni á Karolinafund. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant